21. jan. 2006 |
Morgunverður í rúmið - matarleifar í sængurfötum |
Topp tíu listinn yfir kosti þess að búa með einhverjum:
Nr 10: Þegar maður kemur heim úr vinnu er búið að moka tröppurnar.
Ekki það að ég geti ekki mokað sjálf.. Ég á bara enga skóflu. Ekki benda á mig, sko. Skóflan var læst inni hjá brósa - þeim sem ég "bý með".
Það eru auðvitað bæði kostir og gallar sem fylgja því að búa með einhverjum. Nú er ég þó að tala um eiginlegra sambúðarform en tíðkast hjá mér og bróður mínum. Kostur nr 9 gæti verið sá að þegar maður kemur heim er maturinn tilbúinn. Ókostur nr 9 gæti svo verið að það er búið að klára allan ætan mat úr húsinu - matinn sem að ÞÚ keyptir.
Kostur nr 8 væri mögulega að þegar maður kemur heim (alltaf gerast þessir góðu hlutir þegar maður er að heiman) þá er búið að taka til og þrífa. Yin-ið við þennan kost væri að sjálfsögðu að þegar maður kemur heim er orðið helmingi sóðalegra en þegar maður yfirgaf staðinn fyrr um daginn.
Maður þarf reyndar að vera heima til að njóta sjöunda kostsins. Númer sjö er þegar maður er vakinn eftir að hellt hefur verið upp á kaffi og kveikt á útvarpinu. Mér dettur engin neikvæð andstæða í hug.
Hverjir eru þessir kostir og gallar, að þínu mati? |
posted by ErlaHlyns @ 08:15 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|