14. jan. 2006 |
|
Í gær fór ég í Body Shop og keypti mér Papaya body scrub, Papaya body butter og Papaya lip butter. Ég held að ég verði svaka pæja þegar ég er búin að nota þetta allt.
Reyndar fór ég fyrst í Lush en ég fór í fýlu út í þau þegar búðarkonunni fannst ekkert athugavert að þau væru að selja fullu verði, og án sérstakrar merkingar, andlitsmaska sem rynnu út 21. febrúar. Örugglega fjórum sinnum sagði hún við mig: "Allir maskarnir okkar eru 3ja mánaða maskar". Ég benti henni á að maskinn væri nú ekkert til 3ja mánaða notkunar þegar rúmur mánuður væri eftir af líftíma hans. Svo sagði hún að það væri nú allt í lagi að nota maskana þó þeir væru útrunnir því dagsetningin á þeim væri meira svona "síðasti söludagur". Ég benti henni á að það sem stæði á vörunni væri "Use by...".
Hvað varð um "Viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér"?
Þetta minnti mig á þegar ég bjó rétt hjá 11/11 á Laugaveginum og var þar alltaf að kaupa myglaðan og ónýtan mat. Eitt sinn keypti ég hjá þeim Dala Brie sem var svo hart að ég gat varla skorið það. Þegar ég athugaði umbúðirnar sá ég að osturinn hafði runnið út fyrir um 3 vikum. Ég fór aftur í búðina og vildi tala við verslunarstjórann. Hann vildi hvorki skipta ostinum né taka hann úr hillunum því að þetta væri sko mygluostur og hann rynni ekkert út... Ég hringdi því í Mjólkursamsöluna og þeir redduðu málunum, auk þess að senda mér nokkur oststykki. |
posted by ErlaHlyns @ 18:32 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|