Hugleiðingar konu v. 6.0
 
10. jan. 2006
Mig grunar að ég sé haldin kennslustofuóþoli.
Frá því að háskólanám hófst hef ég ekki verið þekkt fyrir mikla tímasókn enda ástæðulaust að mæta ef það er ekki mætingarskylda. Mér finnst nefnilega mun þægilegra að sofa heima en í skólanum.

Kúrsinn sem ég er í núna ruglar alveg þetta viðkvæma skipulag. Það er mætingarskylda og skráð á viðverulista tvisvar á dag. Ég þarf að hafa mig alla við til að sofna ekki ofan á lyklaborðinu. Ég er búin að gera allt sem maður á að gera til að vera hress - ég fór snemma að sofa, ég fór í sturtu, borðaði flókin kolvetni, ég drakk vatn og kaffi. Ég held að það eina sem dugi sé súrefniskútur. Ég þarf að verða mér úti um einn slíkan fyrir morgundaginn. Ef það virkar ekki er ég greinilega með óþol.
posted by ErlaHlyns @ 12:45  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER