Hugleiðingar konu v. 6.0
 
6. jan. 2006
Mér varð hugsað til listarinnar. Mér varð hugsað til þeirra tíma þegar listaverk þóttu ekki boðleg á mínu heimili nema þau pössuðu við sófann. Mér varð hugsað til þess þegar þetta breyttist allt. Það var þegar ég kynntist Listagyðjunni.

Eftir að hafa skrifað ljóð, teiknað og málað í áraraðir ákvað hún að setjast á skólabekk. Þetta var hennar fyrsta listnám. Hún sætir nú mikilli gagnrýni. Um daginn áttu þau að gera 6 eins bolla úr leir eða einhverjum andskotanum. Hjá henni urðu ekki einu sinni 2 bollar eins. Hún virtist afar leið yfir þessu.
Ég sagði: "Já, er það ekki bara flottara?".
"Nei, kennarinn segir að þeir eigi allir að vera eins".

Ég hef annars aldrei skilið til hvers fólk er að fara í sumt listnám. Hvernig er hægt að kenna sköpun?

Art may imitate life
but life imitates TV
- Ani DiFranco
posted by ErlaHlyns @ 23:16  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER