Hugleiðingar konu v. 6.0
 
3. jan. 2006
Um daginn heyrði ég af konu sem fannst King Kong ekki nógu trúverðug. Þetta fannst mér bráðfyndið og ég gerði endalaust grín að konunni sem fannst ótrúverðugleiki helsti ókostur myndar sem flestir vita fyrirfram að er um risagórillu sem slæst við risaeðlur og verður ástfangin af ljósku.

Nú er ég líka búin að sjá King kong og ég er alveg á því að hún sé ekki nógu trúverðug...

Annars las ég að þegar við heyrum górilluna öskra er þetta í raun ljónsöskur sem er spilað aftur á bak á hálfum hraða. Mér fannst öskrið þó mjög trúverðugt og hefði mig aldrei grunað þetta.
posted by ErlaHlyns @ 12:23  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER