Hugleiðingar konu v. 6.0
 
28. des. 2005
Margt bendir til þess að ég sé að verða fullorðin - eða sé jafnvel orðin það.
Fyrir jólin fékk ég send 5 börn, ein brúðhjón og eitt fermingarbarn. Allt barst mér þetta með póstinum. Mér skilst að það séu bara fullorðnir sem fá svona jólakort.

Annars er ég enn að venjast því þegar fólk talar um "konuna". Það kemur fyrir að ég er úti að labba með voffastrákinn minn og einhver móðirin sem ég mæti segir við barnið sitt: "Spyrðu konuna hvort þú megir klappa voffa". Ég þarf að hafa hemil á mér svo ég fari ekki að skima eftir þessari konu sem allir eru að tala um.
posted by ErlaHlyns @ 14:53  
1 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER