24. des. 2005 |
|
Fyrstu lotu í jólapakkaleiknum var að ljúka hér á Ægisíðunni. Leikurinn virkar þannig að Dexter fær afhentan jólapakka sem hann svo dundar sér við að rífa utan af. Þegar því er lokið ríf ég pakkann af honum því iðulega innihalda gjafirnar hans stærri nammiskammt en einn hundur hefur gott af. Fyrsti pakki dagsins innihélt harðfisk. Þegar ég var komin með pakkann í hendurnar lokaði ég voffastrákinn minn frammi í forstofu. Ég er indæl móðir. Síðan dreifði ég litlum harðfiskbitum um íbúðina. Því næst opnaði ég fyrir Dexter og sagði honum að leita. Hann er nú búinn að fínkemba heimilið með nefinu.
Bangsi og Elmar fengu auðvitað líka harðfisk en ólíkt Dexter þurftu þeir ekki að vinna fyrir matnum. |
posted by ErlaHlyns @ 14:50 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|