Hugleiðingar konu v. 6.0
 
23. des. 2005
Um daginn fór ég í Nóatún í Nóatúni.
Þegar ég var að koma út úr búðinni sá ég að það var búið að leggja í stæðið sem merkt er fötluðum. Maður sat í bílstjórasætinu og tveir til viðbótar voru aftur í. "Kalt mat", hugsaði ég, "Þessi maður er ekki fatlaður".

Ég bankði á rúðuna með kexpakkanum sem ég hafði keypt mér. "Hæ!", sagði ég, "Ert þú fatlaður?". Maðurinn gretti sig og leit upp til vinstri sem eins og allir vita virkar svipað og að gera lygaramerki með fingrunum. "Hún er fötluð", sagði hann og benti á einn farþegann". Mér sýndist þessi kona ekki heldur vera vitund fötluð. Ég sagði honum að þó maður væri með fatlaða farþega væri það því miður ekki nægjanleg ástæða til að leggja í stæðið. Fólk þyrfti að vera með svona merki í framrúðunni til þess. "Já", sagði hann hálf skömmustulegur.

Þegar ég var komin aðeins í burtu sá ég að hann bakkaði og lagði í annað stæði - svona stæði fyrir alla hina.

Vinkona mín sagði mér um daginn frá því að hún hafi verið í Kringlunni og séð þar bíl án merkis sem lagt hafði verið í stæði fyrir fatlaða. Einhver hafði sett miða undir rúðuþurrkuna: "Andleg fötlun er ekki næg ástæða til að leggja í þetta stæði".
posted by ErlaHlyns @ 02:52  
2 Comments:
  • At 23/12/05 19:43, Anonymous Nafnlaus said…

    tveir þumlar upp fyrir þér erla! :)
    kv. Sigurveig

     
  • At 28/12/05 01:29, Blogger kókó said…

    Ég heyrði eitt sinn í útvarpinu frá karlmanni sem gekk að bílstjóra sem steig úr bílnum sínum sem var lagt í stæði merktu fötluðum "mikið berð þú fötlun þína vel!" og það virkaði. Ég reyndi eitt sinn að benda tvítugum drengjum á að þeir hefðu lagt í bílastæði sem merkt væri leikskóla og ætlað foreldrum sem væru að sækja börnin sín. Ég hafði reyndar þegar náð í mitt barn. Þeir jusu yfir mig skömmum og fúkyrðum og sögðust skera á dekkin á bílnum mínum og ég veit ekki hvað og hvað og barnið - og ég reyndar líka, vorum skelfingu lostnar.

     
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER