Hugleiðingar konu v. 6.0
 
16. des. 2005
Femínistasíminn minn dó í gær. Orsakir eru ókunnar.

Ástæður þess að ég kallaði hann Femínistasímann voru nokkrar. Sú augljósasta þeirra er sú að hann er bleikur. Önnur ástæða er sú að hann var þeim eiginleikum gæddur að allir sem ég talaði við í gegn um hann urðu að femínistum. Þið ykkar sem hafið orðið femínistar "over night", ef svo má að orði komast, vitið nú hvers vegna. Þetta virkaði þó ekki þegar um var að ræða sms skilaboð enda þurfti að vera bein tenging á milli síma til að þetta gengi upp.

Þeir sem eru í fýlu yfir því að ég hef ekki svarað sms-unum þeirra geta nú tekið gleði sína á ný. Þeim sem er í mun að heyra rödd mína er bent á að hringja í heimasímann.
posted by ErlaHlyns @ 16:25  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER