7. des. 2005 |
|
Ég þekki lítinn mann. Um daginn kom kona sem hann þekkir í heimsókn á heimili hans. Þegar konan var farin sagði hann við mömmu sína: "Hún er grennri núna en síðast, er það ekki?". Mamman sagði þá: "Jú, þú hefðir endilega átt að segja það við hana. Hún hefði orðið svo glöð". Litli maðurinn stundi upp: "Æ, ég þorði því ekki því ég hélt að það væri dónalegt". Þá útskýrði mamman fyrir honum lögmálið um líkamsþyngd og kurteisi. Nú veit drengurinn að maður á aldrei að segja: "Mikið rosalega hefur þú fitnað" og maður á alltaf að segja: "Mikið rosalega hefur þú grennst". |
posted by ErlaHlyns @ 02:08 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|