27. nóv. 2005 |
|
Það er allt gott og blessað við að nu bjóði Vaka upp á þá þjónustu að draga bílinn manns heim ef maður ákveður allt í einu að fá sér í glas. Þó finnst mér þetta ansi dýrt en það kostar heilar 6000 kr að láta draga. Nú hef ég tekið leigubíl frá Hafnarfirði og í miðbæ Reykjavíkur á helgartaxta og kostaði það mig um 2500 kr. Því held ég að ef mér myndi detta í hug að fá mér í glas þegar ég væri á bílnum myndi ég bara bruna heim, taka leigubíl aftur á djammið og taka svo leigubíl heim líka. Ef ég væri að ferðast innan Stór-Reykjavíkursvæðisins ætti þetta sjaldnast að ná þeirri upphæð sem það kostar að láta draga. Samt sem áður fær Vaka plús fyrir að bjóða upp á þetta. Eflaust mun einhver framkvæmdastjórinn nýta sér þjónustuna. |
posted by ErlaHlyns @ 14:34 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|