22. nóv. 2005 |
|
Ég er komin í svaka jólafíling. Nei, það er nú lygi. Ég er komin í jólaorlofsfíling. Í gær var ég að skila fjórðu ritgerðinni í stjórnmálafræðikúrsinum. Engin verkefnaskil fyrr en 17. desember. Engin próf fyrr en 17. desember. Ég er því opinberlega komin í jólafrí sem lýkur þá. Þann 21. des hefst svo jólafrí hið seinna.
Það er annars skondið að mér finnst ég alltaf vera í fríi þegar ég er "bara" að vinna. Í sumar fannst mér ég vera í endalaustu sumarfríi þó ég væri í um það bil einni og hálfri vinnu. Ég held að það sé tilfinningin að vera ekki með nein verkefnaskil á bakinu sem gefur manni þetta frelsi.
Í gær fór ég svo afar snemma að sofa því að venju vakti ég hálfa nóttina áður að leggja lokahönd á verkefnið mitt. Núna eru það Harry Potter og blendingsprinsinn sem liggja ýmist í rúminu mínu eða á náttborðinu. Ég er haldin mikilli þörf til að búa mér til eitthvað lostæti til að narta í með lesningunni. Það er spurning hvort hin nývinsælu kanilepli verði fyrir valinu. |
posted by ErlaHlyns @ 06:34 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|