Hugleiðingar konu v. 6.0
 
22. nóv. 2005
Vaktirnar mínar eru komnar á hreint. Ég er skráð á vakt á aðfangadagskvöld og jóladagsmorgunn. Það er samt í góðu lagi því ég hafði látið vita af því að ég setti slíkt ekki fyrir mig. Hinsvegar bað ég um frí á Þorláksmessu og Gamlársdag og varð mér að þeirri ósk.
Hvort ég verð á eiginlegri vakt um jólin eða á bakvakt skýrist svo ekki fyrr en á síðustu stundu. Ef ég verð á bakvakt þýðir það engu að síður að ég þarf að vera tilbúin í hlaupaskónum ef einhver skyldi þarfnast mín.

Annars þá byrjuðu ég og vinkona mín á nokkru fyrir síðustu jól sem verður vonandi að hefð - að taka þátt í einhvers konar sjálfboðaliðastarfi fyrir og/eða um jólin.
Á dagskránni núna var að skoða hvernig málin standa með jólamatinn hjá Hjálpræðishernum. Kvöldverður á aðfangadag er þó víst út af dagskránni hjá mér.

Þú mátt endilega láta mig vita ef þú ert eitthvað inni í þessum málum?
posted by ErlaHlyns @ 15:56  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER