Hugleiðingar konu v. 6.0
 
23. nóv. 2005
Á öftustu opnu Fréttablaðsins í dag er slegið upp fyrirsögninni "Fyrsti samkynhneigði keppandinn" og þar er rætt við Magnús nokkurn sem er að taka þátt í keppninni Herra Ísland.
Það er hinsvegar bara helber lygi að hann sé sá fyrsti. Fyrir nokkrum árum tók kunningi minn þátt í keppninni og lenti í 4. sæti. Hann var löngu kominn út úr skápnum þegar hann tók þátt og var það aldrei neitt leyndarmál. Ég man sérstaklega eftir þessu þar sem birtar voru myndir af strákunum í einhverju blaðanna og þeir spurður spjörunum úr. Ein spurningin var: "Áttu kærustu?". Þessi kunningi minn svaraði þessari spurningu að sjálfsögðu neitandi. Hann átti reyndar ekki heldur neinn kærasta á þessum tímapunkti svo hann gat ekki bætt því við. Þótti mér athyglisvert að ekki væri spurt: "Ertu á lausu?" eða "Ertu í sambandi?". Það væri óskandi að sú hefð yrði ríkjandi í framtíðinni.
posted by ErlaHlyns @ 15:25  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER