27. nóv. 2005 |
|
Nýjasta Friday Five snerist bara um Þakkagjörðarhátíðina og þar sem ég er ekki þákklát fyrir neitt valdi ég mér gamlar spurningar í staðinn.
1. What do you like or dislike about autumn?
Ég elska haustið. Þá á ég afmæli, þá byrjar skólinn, þá fer að dimma, þá verður kaldara. Hvað mislíkar mér? Undanfarin ár hefur mér mislíkað að lækka umtalsvert í launum þegar haustið kemur.
2. Have you raked leaves into a pile just to jump in them?
Nei, aldrei. Ég er svo löt.
3. Have you ever carved a pumpkin and how did it turn out?
Nei, ekki heldur. Ég hef samt skorið niður grasker og það er þokkalega erfitt. Þau eru massívari en andskotinn.
4. Have you ever eaten anything made from pumpkins other than pie?
Já, ég baka stundum grasker, iðulega með öðru grænmeti, og hef sem meðlæti.
5. Where is a good spot to see the leaves change color where you live?
Tja, það er fullt af trjám í garðinum. Svo falla laufin og ég sé ágætlega hvernig þau eru á litinn þegar þau stífla niðurfallið mitt. |
posted by ErlaHlyns @ 13:50 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|