1. des. 2005 |
|
Ég er í 60% vinnu hjá Landspítalanum. Því fæ ég 60% fatapening. Eins og augljóst er þarf ég ekki alklæðnað fyrst ég er bara í hlutavinnu. Samkvæmt mínum taxta er einingaverð fatapeninga kr 882,87. Mánaðarlega hef ég því 529,72 kr milli handanna til að kaupa mér föt fyrir vinnuna. Ég er í hlutastarfi 9 mánuði ársins og fullu starfi 3 mánuði. Fatapeningar fyrir árið, miðað við sama taxta, eru því 7416,1 kr. Til að líta þetta björtum augum skulum við segja að það séu ekki fötin sem skipta máli í mínu starfi heldur manngildið og manngildið verður víst seint metið til fjár. Nei, allavega ekki í mínu starfi. |
posted by ErlaHlyns @ 14:57 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|