Hugleiðingar konu v. 6.0
 
30. nóv. 2005
Ég hef þurft að skrifa nokkrar ritgerðir í skólanum í vetur. Mér finnst gaman að skrifa ritgerðir. Ég er nú samt þannig gerð að ég byrja oft svona oggolítið of seint á þeim verkefnum sem fyrir mig eru sett. Þar seinasta ritgerð sem´eg skilaði var hroðvirknislega unnin og endurspeglaði skilningsleysi mitt á efninu. Ég vonaði að kennarinn myndi muna eftir öðrum ritgerðum mínum og þegar hann læsi yfir þessa. Með það í huga myndi hann ekki telja mig algjöran vanvita. Ég fékk ritgerðina aftur og einkunnin var A mínus.

Nokkru seinna skilaði ég aftur ritgerð til sama kennara. Sú ritgerð var enn verr unnin og afar léleg. Ég grátbað í huganum um að síðustu stundirnar fram að skilatíma yrðu að dögum. Mér varð ekki að ósk minni. Ég var með verk fyrir hjartanu þegar ég skilaði ritgerðinni og verst af öllu þótti mér að kennarinn gæti tengt nafn mitt við andlitið. Því miður var ég ekki einhver nobody í allt of stórum bekk. Hann gæti því séð mig fyrir sér þegar hann læsi yfir og hugsað: "Þessi Erla er nú ekkert smá heimsk. Hún hlýtur að vera eitthvað biluð fyrst henni datt í hug að skila þessari hörmung inn".

Í dag fékk ég ritgerðina til baka. Einkunnin var A mínus. Undir því stóð: "Fín ritgerð".
posted by ErlaHlyns @ 02:15  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER