Hugleiðingar konu v. 6.0
 
29. nóv. 2005
"Ég hlakka svo til að komast heim og fara að lesa", heyrðist í Erlu. Vinnufélagi hennar hváði við: "Hlakkar þú til að fara að lesa? Aldrei hef ég nú heyrt annað eins".

Þar sem ég hef nú loksins lokið við að lesa nýjustu bókina um félaga Harry ætla ég að halda áfram að elta bíómyndabækur og tek mér næst fyrir hendur hana Narníu. Bókin sem liggur á rúminu þessa stundina heitir The Magician´s Nephew. Það er ekki fyrr en í bók númer tvö sem við fáum að kynnast ljóninu, norninni og skápnum.

Annars er það helst að frétta að ritgerðasmíðar og jólapróf eru á dagskránni þegar ég sé fram á að geta mögulega gefið mér tíma.

P.s. Ég var að föndra jólakort í kvöld og það var ÆÐI. Nú er ég orðin jólakortaföndursjúk. Knús og kossar til Palla sem sannaði fyrir heiminum að strákum finnst líka gaman að föndra.
posted by ErlaHlyns @ 00:10  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER