Bróðir minn náði í myndlykilinn minn í dag. Ég gat því horft á Killer Ants á Animal Planet á meðan ég borðaði kvöldmatinn. Ég gerði það samt ekki en mér fannst gott að vita að ég gæti það.
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“