Hugleiðingar konu v. 6.0
 
3. des. 2005
Næst á dagskrá er Friday Five á aðfararnótt laugardags.

Who is your favourite superhero?
Engin sérstök er í uppáhaldi hjá mér. Þó liggur nærri að nefna Elektru því ég hef lengi notað nafn hennar á netinu. Ég byrjaði reyndar á því löngu áður en ég vissi að til væri ofurhetja sem héti þessu nafni. Mín Elektra kemur úr grískri goðafræði.

If you were a superhero, which one would you be?

Elektra hefur þarna aftur vinninginn. Reyndar fannst mér myndin drepleiðinleg. Bardagaatriðin voru þó flott. Forsenda þess að ég vildi mögulega vera einhver ofurhetja er að hún kunni austurlenskar bardagalistir.


Justice League or Injustice League?

Ég myndi vera óstýrilátur unglingur sem þjónaði hinum myrku öflum. Um tvítugsaldurinn væri ég svo komin yfir til góðu gæjanna og pæjanna.

Which supervillain would you be?
Ok, kannski ekki ofurhetja en ég myndi vera svona snákakall úr liði Skeletors. Ég safnaði nefnilega svoleiðis köllum þegar ég var lítil stúlka. Þegar ég lék mér í He-Man við strákana var ég samt yfirleitt Seiðkonan í góða liðinu.


If you could have superpowers, what would they be?

Ofurhæfileikar mínir myndu felast í því ég gæti alltaf hjálpað fólki að komast sameiginlega að skynsamlegri niðurstöðu.
Svo væri ég auðvitað best af öllum í karate.
posted by ErlaHlyns @ 02:04  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER