1. des. 2005 |
|
Þegar ég fékk hann Dexter minn kom til greina að nefna hann Heiki. Því nafni kynntist ég í þeim stórmerku bókmenntum um Ísfólkið. Allt í einu fannst mér þó svo svalt að eiga hund sem héti Dexter og það varð ofan á. Það líður vart sá dagur (kannski smá ýkjur) að ég sjái ekki eftir því að skíra hundinn erlendu nafni. Ég er ekki frá því að mér þætti meira vænt um hann ef hann héti Heikir (aðeins meiri ýkjur, já, eða jafnvel lygi).
Frá síðasta hausti og til enda eilífðar mun það vera viðtekin venja að nefna alla nýja fjölskyldumeðlimi íslenskum nöfnum. |
posted by ErlaHlyns @ 16:45 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|