8. des. 2005 |
|
Skildagur ritgerðar nálgast óðum. Mitt helsta vandamál er að ákveða hvaða efni ég á að skrifa um. Við getum skrifað um tiltekin afmörkuð efni sem tengjast Marx, Weber eða Durkheim. Ég á iðulega erfitt með að ákveða mig. Ég hef heyrt að þessi eiginleiki tengist stjörnumerkinu mínu, Voginni. Ég þekki unga og sérlega indæla konu sem er líka Vog og á einnig við þetta vandamál að stríða - nema á ívið hærra stigi. Ef hún væri ein heima allan daginn alla daga myndi hún svelta. Hún á nefnilega svo erfitt með að ákveða hvað hún á að fá sér að borða. Þó hætti ég að trúa á stjörnuspeki eftir nokkra sálfræðikúrsa og almennan heilaþvott.
Úllen dúllen doff... |
posted by ErlaHlyns @ 19:41 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|