Það er ekki nóg með að Unnur Birna hafi verið valin Ungfrú Staðalímynd hér á landi heldur er hún nú orðin heimsmeistari í að vera sæt í bikiníi. Hún er mér sem íslenskum ríkisborgara til mikils sóma.
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“