Hugleiðingar konu v. 6.0
 
9. des. 2005
Í dag þótti mér tími til kominn að kaupa nýjan maskara. Ég er alltaf að kaupa nýjar og nýjar tegundir því ég hef enn ekki komist að því hver er bestur. Mér finnast þeir nefnilega allir nokkuð svipaðir. Ég gefst þó ekki upp og í dag ákvað ég að kaupa maskarann sem indverska prinsessan (nei, ekki Leoncie) auglýsir í sjónvarpinu þessa dagana. Hún er voða sæt og ég var að óska þess að ég yrði jafn sæt og hún (nei, ekki Leoncie). Í auglýsingunni er fullyrt að augnhárin verði allt að 12 sinnum þykkari með notkun maskarans. Fyrst setur maður á sig gráan grunnlit og síðan setur maður á sig augnháralitinn. Ég gerði þetta alveg eins og stóð í leiðbeiningunum og ég var ekki frá því að það birti yfir mér þegar ég setti á mig seinni umferðina. Ég var heldur ekki frá því að þarna hafi verið um sjónblekkingu að ræða.

Hvert mannsbarn ætti að geta séð að það fer fáum vel að lita augnhárin sín grá - sér í lagi ekki konum á þrítugsaldri. Því breytir það ansi miklu þegar svarti liturinn er settur yfir. Þetta var töfrum líkast. Ég get þó fullyrt að augnhárin urðu ekki 12 sinnum þykkari og varla svo að þau hafi orðið tvisvar sinnum meiri um sig. Það er þó hægt að færa rök fyrir því að boðskapur auglýsingarinnar sé sannur því þykkt augnhára minna fór ekki yfir tólffalt ummál sitt.

Ég get nú hætt að hafa mannskemmandi áhyggjur af því að einhver eigi betri maskara en ég því ég er enn sannfærð um að þeir séu allir eins.
posted by ErlaHlyns @ 18:05  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER