13. des. 2005 |
|
Bróðir minn gerðist svo djarfur að skipta um peru hjá mér um daginn. Kúpullinn var pikkfastur og því hafði ég.. ehemm.. frestað því að skipta um peru. Það voru hvort eð er tvær aðrar perur á ljósakrónunni. Mamma hafði orð á þessu veseni við brósa og hann kom svo óboðinn inn um ólæsta millihurðina og skipti um peru - á meðan ég var enn í rúminu. Ég vaknaði þegar hann kominn og hann sagðist ætla að skipta um peru. Ég hrópaði: "Ég get alveg gert það sjálf". Bróðir: "Nei, kúpullinn er fastur".
Ef hann getur skipt um peru þá get ég það líka. Sér í lagi eftir að ég fékk langþráðan verkfærakassa í afmælisgjöf. Ég nennti samt ekki á fætur til að henda honum út. Mér er mikið í mun að geta gert allt sjálf. Ef það er eitthvað sem ég kann ekki er bara næst á dagskrá að læra það. Ég vil ekki hjálp við að gera hluti sem ég kann ekki því kannski lendi ég í aðstæðum seinna meir þar sem ég þarf nauðsynlega að kynna viðkomandi hlut. Langsótt? Gæti það bjargað lífi mínu seinna meir að losa kúpul? Allavega þá vil ég helst bara hjálp við hluti sem ég kann en hreinlega nenni ekki að gera. Þá er fínt að fá aðstoð og horfa letilega á. |
posted by ErlaHlyns @ 07:49 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|