20. des. 2005 |
|
Bónusfeðgar hafa bryddað upp á þeirri nýjung á vefsíðu sinni að birta lista yfir uppskriftasíður.Yfirleitt þjónar svona lagað þeim tilgangi að gefa fólki hugmyndir svo það eyði enn meiri peningum í þeirri búð sem um ræðir. Ef tenglarnir hjá Bónus eru skoðaðir má þar finna tengil á Jólabakstur Rögnu. Á síðunni hennar er hægt að læra að baka Gyðingakökur, Geirakökur og Kökur Söru Bernhard. Ef Söru-uppskriftin er skoðuð vel má þar sjá að til að gera kremið er nauðsynlegt að nota vandað hjúpsúkkulaði - "alls ekki BONUS". Fyrir þá sem ætla að baka þessar kökur er hér tengill á vefsíðu Nóatúns. |
posted by ErlaHlyns @ 08:28 |
|
2 Comments: |
-
Fyrst deyr síminn og svo kommentakerfið... Mér finnst þetta reyndar soldið svona ljótt eins og þetta kemur út á síðunni. Reyni að gera betur síðar.
-
|
|
<< Forsíða |
|
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|
Fyrst deyr síminn og svo kommentakerfið...
Mér finnst þetta reyndar soldið svona ljótt eins og þetta kemur út á síðunni. Reyni að gera betur síðar.