27. des. 2005 |
|
Þorsteinn Joð var áðan í sjónvarpinu að spjalla við einhvern hjálparsveitagaur um flugelda og forvarnir. Þeir fór að tala um mikilvægi þess að nota hlífðargleraugu og Þorsteinn var einmitt með ein slik við hendina. Hann sagði: "Sett þú þau á þig. Ég yrði eitthvað svo hallærislegur með þetta". Já, það er einmitt svona sem maður kemur því inn hjá börnum að það sé alveg málið að vera með hlífðargleraugu. Seinna í viðtalinu lét hann svo frá sér fara: "Ég bara kann ekki við þig með svona bleik gleraugu. Hérna eru blá sem ég fann ofan í kassa".
Já, krakkar. Ef þið viljið vera hallærisleg um áramótin þá skuluð þið setja á ykkur hlífðargleraugu þegar þið sprengið flugeldana. Svo verðið þið að passa að strákar mega bara vera með blá gleraugu því þau bleiku eru sérhönnuð fyrir stelpur. Maður má nú ekki ofgera hallærislegheitunum. |
posted by ErlaHlyns @ 19:07 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|