Hugleiðingar konu v. 6.0
 
26. des. 2005
Hvernig er greiðslum háttað þegar fólk fer í fæðingarorlof í framhaldi af öðru fæðingarorlofi? Fær fólk þá 80% af þeim 80 prósentum sem það fékk í fyrra fæðingarorlofinu???
Mér sýnist miður hagkvæmt að eignast börn.
posted by ErlaHlyns @ 22:38  
3 Comments:
  • At 26/12/05 23:37, Blogger kókó said…

    Nei, það held ég ekki. Þú öðlast ekki rétt til fæðingarorlofs í öðru fæðingarorlofi. Þ.e. einungis með þátttöku á vinnumarkaði. Ef vinnutímabilið er styttra er samt væntanlega bara tekið meðaltalið af launum þann tíma sem eru milli orlofa. Held ég. Hef samt ekki stúderað nýju reglugerðina.

     
  • At 27/12/05 00:16, Blogger ErlaHlyns said…

    Ég sat fund um þetta málefni hjá Femínistafélaginu og enginn virtist vita svarið við þessu...
    Mágkona mín er í þeirri stöðu að fæðing barns er áætluð 3 mán eftir að fæðingarorlofi vegna annars barns lýkur. Henni líst bara alls ekki á blikuna...
    Hvað gera konur þá?

     
  • At 28/12/05 01:10, Blogger kókó said…

    Án þess að vera sérfræðingur á þessu sviði þá býst ég við að hún verði að reyna að vinna þessa 3 mánuði og greiðslur taki mið af launum þann tíma. Ef hún vinnur ekki á hún e.t.v. aðeins rétt á fæðingarorlofsstyrk, sem er mjög lítill. En auðvitað getur Tryggingastofnun best svarað þessu, hljóta að vera fordæmi. Svo er úrskurðarnefnd og úrskurðir eru á síðu félagsmálaráðuneytis ef ég man rétt.

     
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER