Án þess að vera sérfræðingur á þessu sviði þá býst ég við að hún verði að reyna að vinna þessa 3 mánuði og greiðslur taki mið af launum þann tíma. Ef hún vinnur ekki á hún e.t.v. aðeins rétt á fæðingarorlofsstyrk, sem er mjög lítill. En auðvitað getur Tryggingastofnun best svarað þessu, hljóta að vera fordæmi. Svo er úrskurðarnefnd og úrskurðir eru á síðu félagsmálaráðuneytis ef ég man rétt.
Nei, það held ég ekki. Þú öðlast ekki rétt til fæðingarorlofs í öðru fæðingarorlofi. Þ.e. einungis með þátttöku á vinnumarkaði. Ef vinnutímabilið er styttra er samt væntanlega bara tekið meðaltalið af launum þann tíma sem eru milli orlofa. Held ég. Hef samt ekki stúderað nýju reglugerðina.