31. des. 2005 |
|
Nú hef ég loks ákveðið hvað ég ætla að gera um áramótin - sitja heima og vera góð við voffastrákinn. Hann er að jafna sig eftir smá aðgerð og mér fannst kannski heldur óábyrgt af mér sem móður að fara beint á fyllerí.
Dexter var kátur að venju þegar við fórum út í dag. Það sem hann vissi ekki, og ég reyndar ekki heldur, var að heimsóknin til dýralæknisins yrði afdrifaríkari en áætlað var. Hann Sætasti var nefnilega með lítið ó ó og í ljós kom að það sem plagaði hann voru sprungnir endaþarmskirtlar. Já, rosa fjör, sko. Hann tók ekki í mál að læknirinn fengi eitthvað að gera í þessu á meðan hann var vakandi svo það þurfti að svæfa hann. Ekki endanlega þó. Ég þurfti að halda honum á meðan læknirinn sprautaði hann með deyfilyfi og sat svo hjá honum á meðan hann sofnaði. Áður en það gerðist ældi hann þó upp ormalyfinu sínu og var svo með æluslef hangandi neðan úr munnvikinu á meðan hann klöngraðist um og reyndi að standa í fæturnar. Vegna deyfilyfsins gekk það miður vel og svo valtur var hann á fótum að hann minnti helst á nýfæddan kálf. Án ælunnar auðvitað. Með ælunni minnti hann helst á róna. Uppáhalds róninn minn, hann Dexter.
Á meðan ég sat með honum heyrði ég orðaskipti læknis og hundaeiganda í næsta herbergi. Læknir: "Er hann ekki bara hress?". Eigandi: "Jú, mjög hress. Hann fær bara stundum flog". |
posted by ErlaHlyns @ 00:56 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|