29. des. 2005 |
|
Fyrst að Ljónið, Nornin og Skápurinn eru komin í bíó og fyrst mig langar að sjá hana var það rökrétt byrjun að fara út í næstu bókabúð og kaupa sögurnar frá Narníu. Það er hefð hjá mér að lesa bók, finnast mikið til hennar koma, fara í bíó og sjá myndina sem gerð var eftir henni og bölsótast svo yfir hvað myndin sé mikið verri en bókin. Nú er ég búin að lesa allt um Skápinn og Nornina en ég á eftir að fara í bíó. Það er þó vegna annarrar sögu frá Narníu sem ég er að rita þessi orð.
Þriðja sagan heitir The Horse and his Boy og í henni má lesa eftirfarandi:
"And also, O my father and O the delight of my eyes," said the Prince, after a moment of awkward silence, "we shall write letters as if from the Queen to say that she loves me and has no desire to return to Narnia. For it is well known that women are as changeable as weathercocks. ..."
Hefur þú undir höndum íslenska útgáfu sögunnar og þar með opinbera þýðingu á þessum orðum? Ég er mjööög forvitin.
Já, þetta má finna í kaflanum In the House of Tisroc. Önnur dæmi í svipuðum dúr má svo finna víðsvegar um Narníu. Þó að ég láti svona lagað pirra mig tek ég fljótt gleði mína á ný þegar ég les um hvað allt og allir þarna eru "gay" og "queer". |
posted by ErlaHlyns @ 23:56 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|