Hugleiðingar konu v. 6.0
 
30. des. 2005
Um daginn var ég, af engri sérstakri ástæðu, að taka saman í huganum hverja ég áliti vera vini mína. Það er auðvitað allt annað mál að vera vinur eða kunningi. Ég hugsaði um þennan, og hinn og þennan... og endaði með stuttan og laggóðan lista. Það hljómar nú eiginlega ekkert allt of vel að tala um "lista" en þannig var það nú samt. Á þessum lista var og er ungur maður sem ég hugsa um sem einn minn nánasta vin. Eftir því sem ég hugsaði meira um hann gerði ég mér þó betur grein fyrir að ég þekki hann bara alls ekki mikið og hef bara alls ekki hitt hann mjög oft.

Svona er þetta víst bara með suma. Í fljóti bragði man ég eftir tveimur manneskjum sem mér hefur liðið svona gagnvart, og ég veit að allavega annarri þeirra líður þannig gagnvart mér. Það er skrýtin tilfinning að hafa kannski hitt einhvern þrisvar og finnast maður hafa verið náinn vinur viðkomandi í þrjú ár. Það merkilega er að ég kynntist þeim báðum á sama stað - og kynntist í raun annarri þeirra í gegn um hina - þó ég hafi stofnað til vinskaps við þær í sitthvoru lagi og á eigin forsendum.
Ég fullyrði að þessi staður sé einn sá besti í öllum heiminum - þvílíkur aragrúi af merkilegu og margbreytilegu fólki sem þarna kemur við og jafnvel ílengist.

Já, það er gott að fara yfir lífið svona af og til og minna sig á hvað það er í raun yndislegt.
posted by ErlaHlyns @ 11:07  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER