31. des. 2005 |
|
Ég óska þér ekki árs og friðar því mér finnst ljótt og asnalegt að segja það. Óvinum mínum óska ég þó viku - eða jafnvel bara dags. Þú mátt bera þeim skilaboðim því þeir eru vonandi ekki að kynna sér innstu sálarkima mína í gegn um þetta blogg.
Keep your friends close but your enemies closer. Það er alveg málið og mitt mottó. Maður er svo mikið rólegri þegar maður veit hvað óvinirnir eru að aðhafast. Ég er ekki að skrifa þetta því ég hef nýlega eignast óvini né því ég sé sérlega bitur í dag. Nei, ég var bara svona að velta þessu fyrir mér.
Á næsta ári mæli ég með þvi að þú leggir þig fram við að nálgast á vinalegan hátt manneskju sem þú álítir óvin þinn eða óvildarmann. Gerðu það fyrir ÞIG.
Um síðustu jól ákvað ég að láta til skarar skríða. Þegar ég mætti í eina af mínum fjölmörgu aukavinnum þurfti ég alltaf að eiga samskipti við mann sem var röflaði mikið í mér. Röflið var ástæðulaust, að sjálfsögðu, en olli mér kvíða. Ég fékk alltaf hnút í magann þegar ég nálgaðist vinnustaðinn - "Hvað myndi hann segja nú?" Ég komst að þeirri niðurstöðu að hann væri bitur og einmanna. Ég tók mig til og keypti örlítinn konfektkassa, setti á hann fallega slaufu og færði manninum með brosi á aðfangadagsmorgun. Hann varð alveg steinhissa, svolítið vandræðalegur og sagði: "En ég keypti ekkert handa þér". Eftir þetta var hann ekkert nema yndislegheitin og mér leið mun betur í vinnunni.
Ég á fleiri svona dæmisögur í pokahorninu. Kannski ég deili þeim með þér á nýju ári. |
posted by ErlaHlyns @ 17:05 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|