Hugleiðingar konu v. 6.0
 
2. jan. 2006
Tólf fengu fálkaorðuna í gær. Af því tilefni ætla ég að nefna hér tólf ástæður þess að ég ætti að fá fálkaorðuna að ári.

1. Ég vek oft athygli á þjóðkirkjunni með því að segjast hafa skráð mig úr henni.
2. Ég lék indjánastelpuna Púttu í leikriti þegar ég var 10 ára.
3. Ég hef mælst til þess að notað sé annað orð yfir "nýbúa".
4. Ég hef oft bloggað um hvað rjúpnaskyttur séu heimskar.
5. Ég þigg laun frá ríkinu.
6. Ég samdi einu sinni hringingu fyrir gemsann minn.
7. Ég kalla oft vel gefið fólk "þroskaheft" og reyni þannig að ljá orðinu jákvæðan blæ.
8. Ég skrifa oft á alþjóðafjölmiðilinn Internetið. Ég skrifa þar á íslensku.
9. Ég hef verið í mýmörgum félögum.
10. Ég hef sagt: "Góða vakt", við hjúkrunarfræðing sem var að mæta til vinnu.
11. Ég á tvær lopapeysur sem íslenskar konur prjónuðu. Ég varðveiti þær vel.
12. Ég geri reglulega vísindalegar tilraunir á atferli gæludýranna minna og kenni þeim um skilyrðingar Pavlovs og Skinners.
posted by ErlaHlyns @ 00:55  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER