Hugleiðingar konu v. 6.0
 
4. jan. 2006
Til að vera með vaktirnar mínar á hreinu notast ég að mestu við Outlook forritið. Ég hripa niður á miða í vinnunni hvenær ég á að vinna og skrái það svo inn í Outlook þegar ég kem heim. Mér finnst það fremur leiðinlegt og því reyni ég að ljúka þessu á sem skemmstum tíma. Þó reyni ég að leggja mig fram við að smella nú á rétta daga þegar ég skrifa vaktirnar inn. Ég mætti samt vanda mig meira. Þess vegna er ég alltaf viðbúin símtali eins og því sem ég fékk í gær.

Ég sá á númerabirtinum að einhver var að hringja úr vinnunni. Ég leit á klukkuna. Vaktin hófst fyrir klukkustund.

Ég: "Halló"
Samstarfsmaður: "Hæhæ, ætlar þú ekkert að mæta á vakt?"
Ég reyndi að hugsa hratt. Nei, ég átti ekkert að vera að vinna. Eða hvað? Var ekki örugglega þriðjudagur? Ég átti ekki að mæta fyrr en á fimmtudag. Eða hvað? Var ég búin að klúðra þessu?
Ég reyndi að stilla mig og svaraði hikandi: "Nnnneeeeeeeei..."
Samstarfsmaður: "Jújú" *þögn* "Nei, ég er að stríða þér. Þú átt ekkert að vera að vinna".
Ég, borubrattari en áður: "Nei, ég hélt ekki, sko".
Samstarfsmaður, ánægður með sig: "En þú varst samt hikandi?"
Ég, skömmustuleg: "Jú, ég var það..."

Héðan í frá ætla ég aldrei að taka vinnufélaga mína alvarlega ef þeir hringja og segja mér að mæta til vinnu.
posted by ErlaHlyns @ 05:48  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER