13. jan. 2006 |
|
Í matarhorni Fréttablaðsins var viðtal við Jónínu nokkra. Undir fyrirsögninni: Óhrædd við að gera tilraunir, mátti lesa uppskrift frá henni þar sem hún hvatti lesendur til að blanda saman á djarflegan hátt ólífuolíu, salti, hvítlauk og Italian seasoning. Þessi áður óþekkta kryddblanda var svo ætluð sem kjúklingakrydd í frumlegum rétti sem Jónína kallar Föstudagskjúkling. Eldamennskan felst í því að bera blönduna á kjúklinginn og setja hann í ofn. Fyrir þá sem eru tilbúnir að fara út á ystu nöf má nota frosinn kjúkling í réttinn en Jónína mælir þó frekar með ferskum kjúlla.
Ég kannski eldan þennan rétt við tækifæri ef ég fæ fólk í mat sem er tilbúið að prófa nýja hluti. |
posted by ErlaHlyns @ 08:02 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|