12. jan. 2006 |
|
Þegar ég verð blaðakona ætla ég að sérhæfa mig í forsíðufréttum þar sem birtar eru myndir af mönnum og yfir myndinni verða fyrirsagnir á borð við: "Jón Jónsson - sýknaður af ákærum um kynferðislegt ofbeldi".
Þannig mun mér takast að birta myndir af (fyrrum) (grunuðum) brotamönnum án þess að vera bendluð við mannorðsmorð.
Annars finnst mér þeir hjá DV næstum ná mér í snilli í dag. Forsíðufréttin er: Barnaklámskóngur játar en sleppur. Síðan er mynd af nokkrum tölvum. Hvað ætli margir séu núna að hugsa: Hvar er myndin af manninum? |
posted by ErlaHlyns @ 09:18 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|