13. jan. 2006 |
|
Ég var að horfa á Ripley´s believe it or not. Þar var m.a. fjallað um bandarísku stöðina Naked News þar sem konur fækka fötum, algjörlega, á meðan þær flytja fréttirnar. Ein fréttakonan (tekið var fram að ekki þyrfti að hafa reynslu af fjölmiðlum til að fá starf) sagði að í Bandaríkjunum væri gert svo mikið mál úr nekt á meðan nekt væri talin eðlileg í Evrópu.
Þetta er auðvitað alveg rétt. Þessu til stuðnings get ég nefnt að ég fór einmitt nakin í skólann í morgun. Enginn veitti því sérstaka eftirtekt - enda eðlilegasti hlutur í heimi að vera nakinn. Ég hef auðvitað líka oft gert þetta áður. Mér leist reyndar ekkert á veðrið en ég lét það ekki stoppa mig. Ég ætlaði sko ekki að láta veðurguðina þvinga mig í föt. Þó fór ég í skó. Það væri nú einum of að tipla á berum tásum í snjónum.
Við ykkur sem eruð íhaldssöm og bæld vil ég bara segja eitt - mætiði nakin næsta vinnudag. Ég lofa að þið munið aldrei fara í föt aftur.
Strípalingar allra landa sameinist ! |
posted by ErlaHlyns @ 23:20 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|