Hugleiðingar konu v. 6.0
 
19. jan. 2006
Saving Private Anne
Í dag fékk ég upprifjun í því hvernig skal bjarga mannslífum. Ég æfði mig á Little Anne. Mér finnst merkilegt að hún skuli vera framleidd í bæði hvítu og svörtu. Ég hafði bara aðgang að hvítu útgáfunni og er því alls ófær um að koma nærri björgun þeldökkra einstaklinga.
En hvað með þá gulu? Á enginn að læra að bjarga þeim?

Vert að athuga að það eru ólíkar reglur um hjartahnoð hér og hjá félögum okkar í Ameríkunni. Íslensk börn skal hnoða 5 sinnum og blása einu sinni, sem svo er endurtekið, en bandarísk börn á að hnoða 15 sinnum og blása tvisvar. Ef þið komið að meðvitundarlausu barni er því afar mikilvægt að komast að þjóðerni þess áður en björgunaraðgerðir eru hafnar.
posted by ErlaHlyns @ 00:09  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER