Þegar ég vakna án vekjaraklukku fyrir klukkan átta á morgnana líður mér alltaf eins og ég sé ósigrandi. Síðan helli ég mér upp á kaffi og fer að horfa á Cartoon Network.
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“