Hugleiðingar konu v. 6.0
 
15. jan. 2006
Fótleggir í matinn
Friday Five á sunnudegi. Aldrei réttur dagur hjá mér.


1. What is the most adventurous food you've ever tried?


Ætli það séu ekki froskalappir. Þær voru ágætar - svona eins og sambland af kartöflum og kjúklingi. Ég smakkaði þær á austurlenskum veitingastað í Amsterdam þegar ég var um 10 ára gömul.

2. What is the most adventurous food you'd be willing to try?

Ég er ekki á leiðinni að fara að borða einverjar fríkí dýraafurðir svo ég verð bara að nefna vel steeeeerkan mat.

3. Would you have a problem eating dog meat and why or why not?


Ég myndi ALDREI borða hundakjöt. Ekki þó ég væri að deyja úr sulti og/eða fengi borgaða fyrir það 200 milljarða. Ef þú hefur borðað hundakjöt máttu gjarnan láta mig vita svo ég get strokað þig út af vinalistanum.
Af hverju ekki hundakjöt? Það er viðbjóður að borða vini sína. Mér sortnar fyrir augum af tilhugsuninni um að einhver færi að borða hann Dexter minn.

4. For the most part, do you consider your diet to be balanced?

Já, ég borða almennt fjölbreyttan og næringarríkan mat. Ég mætti þó borða minna kolvetni. "Stopp"-takkinn hættir að virka hjá mér þegar ég byrja á kolvetnaríkum matvælum.

5. Which is more appealing - being a vegetarian for the rest of your life or being a strict carnivore for the rest of your life?

Ég myndi frekar kjósa að vera grænmetisæta enda er grænmeti mun stærri hluti af mataræði mínu en (ljóst) kjöt.
Svona til fræðslu má nefna að í kvöldmat borðaði ég grillað grænmeti á ítalska vísu og brauð með sólþurrkuðum tómötum.
posted by ErlaHlyns @ 21:52  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER