22. jan. 2006 |
"Seinna" er stórt orð |
Við vorum að skoða dagskrá RÚV í gærkvöldi.
Y: Myndin 28 days er í sjónvarpinu í kvöld. Ég: Oh, hún er geðveik! X: Hún er ömurleg! Ég: Hún er geðveik! X: Hún er ömurleg! *þvílíkurhneykslunarsvipur* Veistu eitthvað hvaða mynd þetta er???
Ég álít mig auðvitað óskeikula en fyrst honum fannst svona svakalega ótrúlegt að ég hefði minnstu hugmynd um hvað ég var að segja ákvað ég að skoða dagskrána betur.
Ég: Ó, ég hélt að þetta væri myndin 28 days LATER.
Þess má geta að myndin sem ég taldi þetta vera er nett krípí og gerist 28 dögum eftir að bráðsmitandi veira drepur flesta íbúa Lundúna. Hitt er Söndru Bullock-mynd um alkóhólista sem fer í 28 daga meðferð. |
posted by ErlaHlyns @ 16:39 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|