21. jan. 2006 |
Ráðgjafinn ég |
Ég ætla ekki að skrá mig sem Þjóðarrödd. Helsta ástæðan fyrir því er að mér finnst nafnið ljótt. Ég tel að fyrirtæki sem sérhæfir sig í viðhorfskönnunum hefði getað gert tvennt áður en lengra var haldið. Fyrst hefðu þeir getað auglýst eftir tillögum að nafni og síðan hefðu þeir átt að láta kjósa um nokkrar af "bestu" tillögunum. Þannig fengju þeir góða auglýsingu og gætu talið almenningi trú um að hann væri þátttakandi og þar með hluti af fyrirtækinu. Með slíkum leiðum hefðu þeir fengið fólk til að skrá sig áður en eiginleg viðhorfskönnun hófst og allir hefðu haldið að þarna væru á ferð stjórnendur með vinsamlegt viðhorf til neytenda.
Á auðkenniskortinu mínu stendur: "Ráðgjafi". Ég sé að ég get allt eins verið ráðgjafi hjá rísandi netfyrirtæki. |
posted by ErlaHlyns @ 23:53 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|