22. jan. 2006 |
Innyfli með sultu eða Erla í Grænuhlíð |
Þá er það nýjasta "klukkið".
Fernt sem ég hef unnið við :
Að núverandi aðalstarfi frátöldu voru tvö af mínum bestu störfum við þýðingar og prófarkarlestur. Annað af verstu störfunum var á kjúklingabúi þar sem ég starfaði á barnsaldri við að setja innyfli kjúklinga í poka. Hitt var við skúringar. Skúringar eru í sjálfu sér ekki slæmar heldur var það viðmót ókunnugra vegfarenda sem leyfðu sér að hreyta alls kyns ónotum í mann.
Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft aftur á (og aftur) :
Billy Elliott - svo sæt Amélie - svo fyndin Happiness - svo súr Magnolia - svo góð tónlist
Fjórir sjónvarpsþættir sem ég fíla :
South Park - svo súrir Will & Grace - svo gay Malcolm in the middle - svo fyndnir 24 - svo spennandi
Fjórar bækur sem ég les oft :
Ertu viss? - rökvillur í daglegu lífi Alkemistinn - fegurð Kaldaljós - fyrsta skáldsagan sem ég heillaðist af Spámaðurinn - speki
Fjórir staðir sem ég hef búið á :
Frá því ég flutti "að heiman" hef ég búið á eftirfarandi stöðum, 3 mánuði til 3 ár á hverjum stað:
Grænahlíð, Háteigsvegur, Bayern, Brávallagata, Háteigsvegur, Snorrabraut, Hraunbær (oj), Framnesvegur, og nú - Ægisíða.
Fjórar síður sem ég kíki daglega á :
Mbl.is, visir.is, google.is og blogghringurinn
Fernt matarkyns sem ég held uppá (eða á alltaf í ísskápnum):
St. Dalfour sulta - get borðað sultu með öllu. Harðfiskur - lúxusvara. Allt indverskt - allt allt allt. Síðan held ég mikið upp á skyr en á þó í mestu vandræðum með að kaupa það. Skyr.is finnst mér ömurlegasta nafn í heimi og Kea skyr get ég varla keypt af pólitískum ástæðum.
Fjórir staðir sem ég vildi vera á núna :
Ung kona með framtíð v. 1,2,3 og 4 (sbr. vinnuheiti þessarar síðu).
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum :
Amsterdam - borðaði froskalappir. Dublin - 13 ára og fékk mér sopa af vodka í appelsínusafa hjá ókunnugum stelpum á hótelinu okkar. Drykkurinn var ógeð. Þær sögðust hafa haldið að ég væri 19. Kaupmannahöfn - þjóninn greip diskinn minn eftir að ég hafði fengið mér 2 munnbita því ég lagði hnífapörin "vitlaust" frá mér. Ég þurfti að heimta matinn minn aftur. Algarve - brann á fyrstu dögunum. Afganginn af fríinu notaði ég "sunblock", lá undir sólhlíf og las.
Kynþokkafyllsta fólkið :
Angelina Jolie. Benicio Del Toro. Veit ekki meir. Ætli það séu nokkuð fleiri kynþokkafullir? Brad Pitt er ekki minn tebolli.
Annars finnst mér kynþokki helst birtast í hugsun, hegðun og viðhorfum og þar sem ég þekki Jolie, Del Toro og Pitt ekki vitund er auðvitað mögulegt að ég skipti um skoðun ef svo ólíklega vildi til að ég myndi kynnast þeim persónulega.
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Ég klukka einhverja sem vilja vera klukkaðir. |
posted by ErlaHlyns @ 23:13 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|