Hugleiðingar konu v. 6.0
 
26. jan. 2006
Rassvæðing
Glöggir lesendur hafa tekið eftir að ég er nú komin með titla á færslurnar.
Lengi hef ég ætla að koma þessum titlum að en ég hef alltaf miklað fyrir mér að finna og setja inn html-kóða sem gerir það mögulegt. Nú veit ég að það tekur aðeins um 5 mínútur. Ástæðan fyrir því að ég lét verða af þessu nú er að ég er orðin rössuð. Þetta á ekkert skylt við "I´ve been punk´d" enda á fólk iðulega sjálft frumkvæði að rössuninni. Ég þó enn ekki haft frumkvæði að því að finna betra orð yfir þetta fyrirbæri. Ef það er til myndi ég hafa mjög gaman af því að heyra það og sjá.

Þeir sem lítið vita um R(a)SS(a) geta fræðst eitthvað hér.
Þeir sem hinsvegar kjósa heldur að smella hér geta kannski, en bara kannski, fundið nafnið mitt á listanum og sjá þá að það er ritað á bleikan bakgrunn - sem er auðvitað afar viðeigandi.
posted by ErlaHlyns @ 00:21  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER