29. jan. 2006 |
Skýra stúlkan |
Nýi gamli blandarinn hefur mikið verið notaður undanfarna daga. Ég hefði aldrei trúað því hvað skyrdrykkir eru óheyrilega góðir og svalandi. Ég þarf þó iðulega að setja einhverja frosna ávexti út í blönduna, nema ég nenni að lemja í sundur klaka með dósaopnara, því blandarinn ræður ekki við fullvaxna klaka. Kannski ég kaupi mér buffhamar við tækifæri en dósaopnarinn þarf að duga þangað til. Auðvitað er ég með klakana í poka á meðan ég ber þá. Ég er ekki hálfviti. |
posted by ErlaHlyns @ 07:08 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|