28. jan. 2006 |
Hreinræktaður blendingur |
Að undanförnu hafa birst smáauglýsingar í blöðunum þar sem sjást myndir af Dogue de Bordeaux og hvolpar sagðir til sölu. Til skýringar stendur í auglýsingunni að þetta séu "Turner and Hooch" hundar.
Þekkt er, og hefur verið sérstaklega skoðað í BNA, að vinsældir tiltekinna tegunda hafa rokið upp úr öllu valdi í kjölfar þess að hundar af sömu tegund léku stór hlutverk í bíómyndum. Dæmi um slíkt eru Lassie hundarnir, réttu nafni Rough Collie, og Dalmatíuhundarnir. Vegna skyndilegra vinsælda átti sér stað meiri ræktun en áður, svokölluð órækt, og upp komu heilu stofnarnir sem færðust sífellt fjær upphaflegu tegundinni að öllu leyti nema útlitslega. Í myndunum er ekki verið að kynna eðli þessara tegunda heldur sýna hvernig hægt er að þjálfa hunda á ótrúlegan hátt.
Ein æskilegasta leiðin til að velja sér hund er að kynnast ólíkum tegundum og sjá hvernig eðli þeirra fer saman við lífsstíl manns sjálfs. Sá sem hefur lítið gaman af löngum göngutúrum fær sé ekki hinn nær þindarlausa Irish Setter, ekki frekar en sá sem kýs mikla hreyfingu fær sér Pekingese, Bull Dog eða aðrar tegundir sem hafa verið ræktaðar til að fá fram klesst andlit á kostnað afkastamikilla öndunarfæra.
Önnur atriði sem vert er að skoða eru t.d. hvernig hann er með börnum, hversu auðvelt er að kenna honum og hversu mikið hann fer úr hárum.
Auðvitað getur sambúð manns og hunds gengið afar vel þó að þessir hlutir hafi ekki verið sérstaklega skoðaðir. Hann Dexter minn er bara "ómerkilegur" blendingur og þetta hefur að mestu gengið eins og í fallegu ævintýri. Hins vegar er það ótvíræður kostur þegar maður fær sér hreinræktaðan hund að þú átt þá að vita hvaða eiginleika hann hefur til að bera. Þó þú fáir þér hund sem er blanda tegunda sem þér finnst henta þér vel er engin leið að vita hvernig genablöndunin hefur átt sér stað. |
posted by ErlaHlyns @ 17:25 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|