26. jan. 2006 |
Vinsamlegast hendið á gólfið ! |
Þar sem móðir mín er nú á sjúkrahúsi fór ég heim til hennar og tók póstinn úr póstkassanum (Innbrotsþjófar athugið - hún kemur heim á morgun. Það er nú eða aldrei). Í anddyri fjölbýlishússins sem hún býr í hefur frá því áður en hún flutti inn verið skilti sem á stendur: "Vinsamlegast hendið ekki dagblöðum og dreifiritum á gólfið". Eitthvað virðist blaðburðarfólkið hafa misskilið þessi orð að undanförnu þar sem varla var þverfótað fyrir Blaðinu og Fréttablaðinu. Ég tók mig því til og skrifaði miða handa þeim sem ég setti ofan á blaðabunkann: "Vinsamlegast hendið EKKI dagblöðum og dreifiritum á gólfið (líkt og stendur við hliðina á hurðinni!). Síðan strikaði ég þrisvar sinnum undir orðið "ekki" og gerði hring utan um það. Ef ég hefði átt bleikan tússpenna hefði ég líka litað orðið skærbleikt. Ég er þess fullviss að þeim hefur bara yfirsést þetta orð. |
posted by ErlaHlyns @ 21:25 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|