Hugleiðingar konu v. 6.0
 
22. maí 2006
Meiri kröfur
Nú er Júróvision-þemað búið og komið hundaþema.

Þegar ég verð stór ætla ég að vera jafn klár og hundur.

Áðan komum ég og voffi inn úr göngutúr. Ég lokaði útidyrunum, fór úr skónum, opnaði inn í íbúð og sagði ,,Inn!" - en hundurinn fór ekkert inn. Þar sem ég á (næstum) hlýðnasta hund á jarðríki fannst mér þetta afar undarlegt. Þegar betur var að gáð tók ég eftir að ég hafði gleymt að taka tauminn af honum og það vita auðvitað allir hundar að maður (hundur) fer ekki inn í íbúð með taum hangandi í ólinni.

Hvenær gefur Attenborough út Einkalíf hunda? Já, já, ég veit að það er til skáldsaga með því nafni en ég vil heimildamynd.
posted by ErlaHlyns @ 21:44  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER