Hugleiðingar konu v. 6.0
 
14. jún. 2006
Draumur til vara
,,Þú ert alveg í draumastarfinu hennar", sagði K, ,,Ég sagði henni frá því um daginn hvað þú værir að fara að gera og hún varð ekkert smá spennt".
,,Nú?", hváði ég hissa við, ,,Hefur hana dreymt um þetta?".

Ég var semsagt að taka að mér lítið aukastarf næstu mánuðina sem aðstoðarkona listamanns. Þetta bara svona kom upp á og ég ákvað að slá til. Þannig fengi ég smá aukapening og nýja reynslu. Ekki að ég sé að setja út á starfið en aldrei hvarflaði að mér að dreyma um svona lagað. Mér finnst það svona eins og að dreyma um að vera aðstoðarframkvæmdastjóri eða varaforseti. Kannski hef ég eitthvað misskilið stúlkuna atarna.

Nú þegar ég veit að einhvern annan dreymir um starfið mitt finnst mér það mun merkilegra. Ég lifi drauminn, þó hann sé annarra. Vonandi finn ég brátt minn eigin.
posted by ErlaHlyns @ 21:34  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER