6. sep. 2006 |
Ekkert spes |
Ég var að hugsa um að ljúga því að fólki að ég hefði kosið einhvern annan en Magna og tekið svo tímann á því hversu langt liði þar til ég yrði grýtt til bana.
Ég hef veitt því athygli að sumir túlka gagnrýni á Magna frá Supernova-liðum sem persónulega árás. Við það fólk, sem og annað, verð ég víst að segja að mér fannst Magni bara alltílæ í nótt. Alltílæ miðað við flesta aðra.
Úrslitunum annað kvöld ætla ég að fylgjast með á Belly´s en þann stað virðast helst sækja skiptinemar, rónar og auðvitað ég. |
posted by ErlaHlyns @ 03:40 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|